Bjarney og Lilja Rós sigruðu söngvakeppni Svítunnar

Bjarney Birta Friðriksdóttir og Lilja Rós Júlíusdóttir sigruðu árlega söngvakeppni Svítunnar sem haldin var í gærkvöldi en þær fluttu lagið You raise me up með Josh Groban.

Einnig tóku þátt Þrúður Sóley Guðnadóttir og Júlía Lis Svansdóttir með lagið Líttu sérhvert sólarlag eftir Braga Valdimar Skúlason og Salín Steinþóra Guðmundsdóttir sem söng There’s nothing holding me back með Shawn Mendes.  Stóðu þær sig allar frábærlega.

Dómnefndin var skipuð frábærum söngvurum þeim Bergrúnu Gestsdóttur og Hönnu Björgu Hjartardóttur en þær hafa báðar reynslu af því að taka þátt í söngvakeppnum.

Mun siguratriðið taka þátt í USSS fyrir hönd Svítunnar en það er undankeppni söngvakeppni Samfés á Suðurlandi.

Við hjá Hafnarfréttum óskum Bjarney og Lilju innilega til hamingju með sigurinn.