Þór fær topplið Hauka í heimsókn

Þórsarar fá Hauka í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í kvöld þar sem liðin mætast í Domino’s deildinni í körfubolta.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Þórsara sem hafa átt erfitt uppdráttar það sem af er tímabils en mikið hefur verið um meiðsli og veikindi í liðinu.

Þórsarar ætla sér án efa að stíga upp á heimavelli í kvöld og þá skiptir góður stuðningur miklu máli. Í vegi þeirra verða þó engir aukvisar því lið Hauka er gríðarlega sterkt og situr á toppi deildarinnar ásamt KR og ÍR.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15. Áfram Þór!