Þórsarar stóðu sig frábærlega í Svíþjóð

Ísak Júlíus og Emma Hrönn

Um seinustu helgi var Scania Cup mótið haldið í Svíþjóð en á því boðsmóti keppa öll bestu lið Norðurlandanna. Þórsarar stóðu sig vel og voru Emma Hrönn og Ísak Júlíus valin í Alls star lið mótsins í sínum aldursflokki.

Alls sendi Þór þrjú sameiginleg lið með Hrunamönnum en liðin voru drengir fæddir 2003, stúlkur fæddar 2005 og drengir fæddir 2005. Stóðu öll liðin sig  vel og voru strákarnir f. 2005 í 14. sæti eftir sigur á danska liðinu Virum Vipers 54 – 45. Þeir voru í fjórða sæti í riðlakeppninni.
Stelpurnar f. 2005 lentu í 11. sæti en þær sigruðu norska liðið Ulriken Eagles 36 – 24. Stelpurnar léku hörkuleik á móti finnska liðinu Tamgereen Pyrintö um 9. sætið en 1 stig skyldi liðin af í lokin.

Strákarnir f. 2003 urðu í 5. sæti eftir sigur á sænska liðinu Täby Basket 73 – 41 en þeir stóðu sig vel í riðlakeppninni og lentu í 2. sæti þar.

Til viðbótar við þetta þá var Ísak Júlíus stigakóngur í sínum flokki með 115 stig. Emma Hrönn var í 2. sæti í sínum aldursflokki með 83 stig og Tómas Valur í 4 sæti í sínum flokkið með 89 stig.

Hafnarfréttir óska öllum þeim sem kepptu á mótinu til hamingju með frábæran árangur.