Frábær lokakafli Ægis skilaði jafntefli

Ægismenn sóttu stig í Lengjubikarnum í gær þegar þeir mættu Berserkjum á Víkingsvelli í Reykjavík.

Heimamenn komust yfir í upphafi leiks en Arilíus Marteinsson jafnaði fyrir Ægi úr víti á 23. mínútu leiksins. Berserkir bættu þá við tveimur mörkum og leiddu 3-1 í hálfleik.

Allt stefndi í sigur heimamanna en Ægismenn gáfust ekki upp og minnkuðu muninn þegar 9 mínútur lifðu af venjulegum leiktíma með marki Gunnars Bents Helgasonar. Á 90. mínútu var svo Gunnar aftur á ferðinni og jafnaði hann metin fyrir Ægismenn og lokatölur 3-3.

Ægir lauk keppni í 5. sæti í sínum riðli og hefur lokið keppni í Lengjubikarnum.