Um það bil mánuður í opnun á nýjum stað

Kaffihúsið Hendur í höfn hefur nú lokað í þeirri mynd sem það er á Unubakkanum og mun opna nýjan og stærri stað í lok apríl eða byrjun maí í Rásarhúsinu á Selvogsbrautinni.

Dagný Magnúsdóttir hóf starfsemi kaffihússins fyrir 5 árum og hefur hún fengið mikið lof fyrir góðan mat og ljúffengar kökur.

Næstu vikur fram að opnun fara í að koma nýja staðnum í gang en um er að ræða stærra og hentugra húsnæði undir reksturinn.

Meðfylgjandi mynd er teikning innan úr nýja húsnæðinu og stefnir allt í glæsilegt kaffihús og veitingastað hjá Dagnýju á Selvogsbrautinni.