Opnir íbúafundir með D-listanum í Ölfusi

Nú stendur yfir vinna við stefnumál frambjóðenda D-listans í Ölfusi fyrir næsta kjörtímabil. Mikilvægt er að sem flestir íbúar sveitarfélagsins komi að þeirri vinnu og því bjóðum við öllum Ölfusingum á opna íbúafundi í vikunni.

Fyrri fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Síðari fundurinn verður fimmtudaginn 12. apríl í Fákaseli. Báðir fundirnir hefjast kl. 19:30.

Ef þú hefur ekki tök á að mæta getur þú sent okkur línu á netfangið xdolfus18@gmail.com eða á facebook: XD Ölfus.

Við viljum endilega heyra frá þér.

Frambjóðendur D-listans.