Sterkur sigur Ægis á útivelli í fyrsta leik

Ægismenn byrja Íslandsmótið í 3. deildinni með krafti en í kvöld unnu þeir sterkan sigur á Vængjum júpíters í Grafarvogi 3-1.

Alex James Gammond kom Ægismönnum yfir á 43. mínútu og staðan 0-1 í hálfleik. Guðmundur Garðar bætti við forystu Ægis á 47. mínútu leiksnins og staðan orðin vænleg. Andri Björn gulltryggði síðan sigur Ægismanna á 73. mínútu og staðan orðin 0-3. Vængir júpíters bitu frá sér í lokin og minnkuðu muninn í 1-3 á 89. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki.

Mjög góð byrjun Ægismanna en næsti leikur er heimaleikur gegn KH næstkomandi fimmtudagskvöld.