Ægir með stórsigur

Ægismenn völtuðu yfir Augnablik á innan við hálftíma þegar liðin mættust í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í Þorlákshöfn í blíðskaparveðri og skoruðu fimm Ægismenn mark í leiknum en það voru þeir:

1-0 Andri Björn Sigurðsson (‘6)
2-0 Þorkell Þráinsson (‘9)
3-0 Guðmundur Garðar Sigfússon (’17)
4-0 Ásgrímur Þór Bjarnason (’24)
5-0 Adam Örn Sveinbjörnsson (’29)

Ægismenn létu þetta duga og bættust engin mörg við í síðari hálfleik. Næsti leikur Ægis er svo 9. júní á útivelli á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði.