Tvö böll í Ráðhúsinu um Hafnardaga-helgina

Körfuknattleiksdeild Þórs mun standa fyrir tveimur böllum um Hafnardaga-helgina í Ráðhúsi Ölfuss. Leikmenn, þjálfari og stjórn munu sjá um gæslu og afgreiðslu á barnum en bæði böllin eru liður í fjáröflun félagsins.

Baldur Þór, þjálfari meistaraflokks, verður sérstakur kokteilblandari helgarinnar.

Fyrra ballið verður föstudaginn 10. ágúst og munu Ívar, Maggi og Steini leika fyrir dansi. Daginn eftir mun svo Dj. Óli Geir mæta á svæðið og halda uppi stuði fram eftir nóttu.

Húsið opnar kl. 23:00 bæði kvöldin.
18 ára aldurstakmark
1.500 kr. inn