Nýr bæjarstjóri tekinn á beinið

Í dag, 9. ágúst, tekur Elliði Vignisson nýr bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss til starfa. Að því tilefni viljum við hjá Hafnarfréttum, í samvinnu við Elliða, bjóða íbúum að senda inn spurningar til nýs bæjarstjóra.

Spurningarnar verða að sjálfsögðu nafnlausar og mun Elliði ekki sjá hverjir senda hvaða spurningar. Á næstu vikum mun Elliði svara spurningunum og verða svörin og spurningarnar birt hér á hafnarfrettir.is.

Hægt er að senda spurningar með því að fylla út formið hér að neðan eða senda á netfangið frettir@hafnarfrettir.is.

    Nafn (fylla út)

    Tölvupóstur (fylla út)

    Efni

    Skilaboðin