Dagskrá Hafnardaga

Hafnardagar verða haldnir hátíðlegir 9. – 11. ágúst 2018.

Við í Þorlákshöfn höfum alltaf nóg fyrir stafni og ætlum að þakka bæjarbúum Ölfuss fyrir aðstoð og vinnu við Unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið verður um verslunarmannahelgina í Þorlákshöfn.

Við blásum til veislu föstudags- og laugardagskvöld þar sem meðal annars munu koma fram Emmsjé Gauti, Jói Pé og Króli, Hreimur og Árni, Stjórnin, við verðum með Sóla Hólm sem veislustjóra, veitt verða verðlaun fyrir skreytingar í görðum, verðlaun verða veitt á sviði lista/menningar, varðeldur og flugeldasýning.