Opið hús hjá Björgunarsveitinni Mannbjörgu á sunnudaginn

Sunnudaginn 16. september verður Björgunarsveitin Mannbjörg með opið hús í húsnæði sveitarinnar fyrir unglinga fædda 2000-2005, ásamt foreldrum þeirra, frá kl 12:00 til kl 14:00.

Kynnt verður starf unglingadeildarinnar Strumps ásamt léttri kynningu á starfi björgunarsveita. Léttar veitingar í boði.

Við hvetjum alla sem gætu haft áhuga á starfinu að kíkja við.

Með bestu kveðjum
Júlía, Maggi, Dagbjört og Ragnheiður