Kinu Rochford til liðs við Þór Þorlákshöfn

Þór frá Þorlákshöfn hefur samið við Kinu Rochford um að leika með liðinu í vetur. Áður hafði liðið samið við Joe Tagarelli en hann stóðst ekki væntingar.

Kinu hefur er með töluverða reynslu úr Evrópuboltanum. Hefur hann spilað í deildum í Hollandi, Ísrael, Frakklandi, Bretlandi og Litháen.

Kinu er kominn til landsins og spilar með Þór í Icelandic Glacial mótinu sem hefst í næstu viku en þar taka þátt ásamt Þórsurum, Njarðvík, Grindavík og Stjarnan.