Digiqole ad

Þór mætir Stjörnunni í Icelandic Glacial-mótinu

 Þór mætir Stjörnunni í Icelandic Glacial-mótinu
Mynd: Karfan.is / Ólafur Þór

Klukkan 18 í kvöld mæta Þórsarar liði Stjörnunnar í Icelandic Glacial-mótinu sem fram fer í Þorlákshöfn en í kvöld munu úrslit mótsins jafnframt ráðast eftir leik Grindavíkur og Njarðvíkur.

Þórsarar unnu Njarðvík í fyrsta leik en töpuðu fyrir Grindavík með tveimur stigum í öðrum leik mótsins eftir ótrúlega flautukörfu Grindvíkinga.

Stjarnan hefur unnið báða leiki sína í mótinu en þeir hafa í sínum röðum hörku mannskap, þar af nokkra landsliðsmenn.

Nú er um að gera að mæta í Icelandic Glacial höllina og hvetja Þórsara áfram en eins og fyrr segir hefst leikurinn klukkan 18.00.