Ölfus býður Héraðsskjalasafni Árnesinga fría lóð

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 8. nóvember sl. að bjóða Héraðsskjalasafni Árnesinga endurgjaldslausa lóð miðsvæðis í Þorlákshöfn.

Verið er að skoða húsnæðismál  húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnesinga og mögulega flutninga á safninu. Í nýjustu ársskýrslu héraðsskjalasafnsins kemur m.a. fram að rýmisáætlun fyrir nýtt húsnæði hafi verið unnin og send stjórn og héraðsnefndarmönnum. Í áætluninni er gert ráð fyrir 800 fermetra húsnæði þar sem skjalageymslur eru alls 400 fermetra auk móttöku skjala, skráningarrýmis, skrifstofu- og fundarrými, eldhúsi, snyrtingu, tæknirými o.fl. Í rýmisáætlun var einnig lögð áhersla á að geta í fyrirsjáanlegri framtíð stækkað skjalageymslur.

Bæjarráð Ölfuss samþykkir samhljóða að bjóða Héraðsskjalasafni Árnesinga endurgjaldslausa lóð miðsvæðis í Þorlákshöfn.