Matulis farinn heim – Nýr leikmaður á leiðinni

Mynd: Guðmundur Karl / Sunnlenska

Gintautas Matulis hefur yfirgefið lið Þórs í Domino’s deild karla. Karfan.is greinir frá en samkvæmt Baldri Þór Ragnarssyni, þjálfara Þórsara, er leikmaðurinn farinn heim til Litháen til þess að jafna sig á þeim meiðslum sem hann varð fyrir í leik gegn Njarðvík í annarri umferð.

Matulis var öflugur fyrir Þórsara þegar hann var heill en hann skilaði 10 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Baldur Þór staðfestir í samtali við Hafnarfréttir að nýr leikmaður sé á leiðinni sem mun fylla skarðið sem Matulis skilur eftir sig. Ekki er þó komið á hreint hvort Matulis muni snúa til baka eftir áramót en það er vilji liðsins að fá hann til baka eftir meiðslin.