Glæsilegur nýársfögnuður á Hendur í höfn á laugardaginn

Það má segja að nýja árið byrji með glans og glæsibrag á Hendur í höfn. Í framhaldi af nýárstónleikum Lúðrasveitar Þorlákshafnar sem hefjast á laugardaginn kl. 17 verður glæsilegur nýársfögnuður á Hendur í höfn þar sem boðið verður upp á fordrykk og fimm rétta matseðil sem myndi hæfa hvaða konungsfólki sem er. Þá verður einnig lifandi tónlist yfir borðhaldinu og trúbador stemning fram á nótt.

Miðasalan er í fullum gangi og sætaframboð mjög takmarkað svo mælt er með því að tryggja sér sæti sem fyrst á hendurihofn@hendurihofn.is.

Húsið opnar fyrir matargesti með fordrykk kl. 19 og eftir kl. 22 verða dyrnar opnaðar öðrum en matargestum og allir (20+) velkomnir í trúbador stemningu.

Já það er leitun að öðru bæjarfélagi þar sem nýja árinu er fagnað með slíkum hætti eins og verður gert í Þorlákshöfn næsta laugardag. Gleðilegt nýtt ár og góða skemmtun.