Gríðarleg stemning fyrir þorrablóti

Hið árlega þorrablót í Þorlákshöfn verður haldið í Versölum 2. febrúar nk. og skv. heimildum Hafnarfrétta er að myndast gríðarleg stemning fyrir blótinu í ár og má búast við að uppselt verði á blótið.

Því hvetjum við fólk til að kaupa miða tímalega í forsölu. En forsala miða fer fram 24.-25. janúar kl. 19:00-20:00 í Ráðhúsinu. Nánari upplýsingar á facebooksíðunni Þorrablót í Þolló 2019.