Lokað í Þrengslum og Hellisheiði – Suðurstrandarvegur opinn

Þrengsli og Hellisheiði eru lokuð vegna hríðarveðurs og segir á vef Vegagerðarinnar að ekkert ferðaveður sé á vegunum.

Greiðfært er að hluta á Suðurstrandarvegi en smá hálka á köflum til Grindarvíkur.

„Skil með SA- hvassviðri og úrkomu fara hratt NA yfir landið í kvöld og nótt. Á Hellisheiði og öðrum fjallvegum suðvestanlands er spáð hríð, skafrenningi og slæmu skyggni frá kl. 18 og 21,“ segir á vef Vegagerðarinnar.