Þrír Þórsarar í liði 14. umferðar: Kinu Rochford leikmaður umferðarinnar

Liði Þórs var hrósað í hástert í þættinum Domino’s körfuboltakvöldi á Stöð 2 sport í gærkvöldi eftir frábæran endurkomusigur á Íslandsmeisturum KR á fimmtudaginn.

Kinu Rochford, Nikolas Tomsick og Baldur Þór þjálfari voru allir valdir í úrvalslið 14. umferðar í þættinum.

Þá var Kinu Rochford valinn leikmaður umferðarinnar eftir frábæran leik gegn KR-ingum og fóru þeir Fannar og Jonni virkilega fögrum orðum um kappann í þættinum í gær.