Sterkur útisigur gegn Grindavík – 5 sigrar í síðustu 6 leikjum

Þórsarar unnu sterkan útisigur gegn Grindavík í Domino’s deildinni í körfubolta í gærkvöldi.

Þórsarar voru skrefinu á undan heimamönnun allan leikinn en munurinn var þó aldrei mikill á milli liðanna.

Að lokum unnu Þórsarar 13 stiga sigur 82-95 og hefur liðið nú unnið 5 leiki af síðustu 6 leikjum liðsins í deildinni.

Kinu Rochford var frábær með 27 stig, tók 17 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Nikolas Tomsick var einnig frábær með 28 stig og gaf 6 stoðsendingar. Ragnar Örn setti 15 stig og Emil Karel bætti við 11 stigum og tók 7 fráköst. Halldór Garðar var með 10 stig og Jaka Brodnik var með 4 stig.