Laugardagsfundur – Algae Innovation

Laugardaginn 26. janúar ætlum við að halda áfram með laugardagsfundina okkar og nú verður gestur fundarins Kristinn Hafliðason, framkvæmdastjóri Algae Innovation. Mun Kristinn kynna fyrirhugaðar framkvæmdir í Ölfusi en fyrirtækið hyggst ráðast í ræktun smáþörunga og úr þem verður svo framleitt mikilvægt dýrafóður fyrir dýr sem haldið er til manneldis.

Fundurinn hefst kl. 11:00 og verður í húsnæði félagsins á Unubakka 3A.

Heitt á könnunni og allir velkomnir.

Stjórn Sjálfstæðisfélagsins Ægis