Sannfærandi sigur á Sauðárkróki og Þórsarar geta jafnað á laugardag

Þórsarar unnu frábæran sigur á Tindastól í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino’s deildarinnar í körfubolta. Þar með er staðan orðin 2-1 í rimmunni og næsti leikur fer fram í Þorlákshöfn á laugardaginn.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta voru Þórsarar frábærir og fengu aðeins 6 stig á sig og skoruðu 17. Áfram héldu Þórsarar í fjórða leikhlutanum og juku forskotið jafnt og þétt og unnu að lokum sannfærandi 20 stiga sigur, 67-87.

Margir leikmenn Þórs skiluðu flottu framlagi. Tomsick var stigahæstur með 23 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Kinu Rochford var flottur með 17 stig og Davíð Arnar átti frábærarn leik en hann skoraði 15 stig á 24 mínútum. Ragnar Örn og Jaka Brodnik áttu góðan leik með 13 stig hvor og Halldór Garðar skoraði 6.

Eins og fyrr segir er næsti leikur á laugardaginn klukkan 20 þar sem Þórsarar geta jafnað metin á heimavelli. Nú er ekkert annað í stöðunni en að fjölmenna í Icelandic Glacial höllina og láta vel í sér heyra!