Tryggðu sér oddaleik

Þórsarar tryggðu sér oddaleik á móti Tindastól í úrslitum Domino’s deildar karla í gærkvöldi þegar þeir sigruðu stólana 92-83.

Það var frábær stemning í húsinu og var leikurinn jafn framan af en Þórsarar sigu fram úr í þriðja leikhluta og náðu að halda forskoti til loka.

Stigahæsti leikmaður Þórsara var Kinu Rochford með 29 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar.

Næsti leikur liðanna verður því oddaleikur. Leikurinn fer fram á Sauðárkróki mánudaginn 1. apríl.