Digiqole ad

Oddaleikur í kvöld – Frí rútuferð norður!

 Oddaleikur í kvöld – Frí rútuferð norður!

Mikilvægasti leikur tímabilsins hingað til hjá Þórsurum hefst klukkan 18:30 á Sauðárkróki í kvöld. Þá mætast Þór og Tindastóll í fimmta sinn og eftir leikinn mun verða ljóst hvort þessara liða fari í undanúrslitin í Domino’s deildinni í körfubolta.

Sveitarfélagið Ölfus hefur ákveðið að bjóða upp á fría rútuferð fyrir stuðningsmenn Þórsara. Rútan fer frá Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn kl. 13. Frábært framtak hjá sveitarfélaginu!

Mikilvægt er að skrá sig hér að neðan á Facebook síðu Þórs svo hægt sé að sjá sirka út fjölda þeirra sem ætla með rútu.

Nú er engin afsökun fyrir því að vera heima. Eina vitið að fá frí í vinnunni eftir hádegi og skella sér á Sauðárkrók og styðja við bakið á Þórsurum.