Þórsarar geta jafnað í kvöld

Þórsarar fá Tindastól í heimsókn í kvöld, laugardaginn 30. mars, í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino’s deild karla.

Í síðasta leik unnu Þórsarar glæsilegan sigur og komu rimmunni í 2-1 en með sigri Þórs í kvöld jafnast rimman og fer þá fram oddaleikur á Sauðárkróki.

En fyrst þarf auðvitað að vinna leikinn í kvöld og það er einungis hægt með topp spilamennsku og frábærum stuðningi úr stúkunni.

Leikurinn hefst klukkan 20 og verða grillaðir borgarar frá klukkan 19.