Þórsarar geta jafnað metin á heimavelli í kvöld

Í kvöld klukkan 19:15 fer fram leikur tvö í undanúrslitarimmu Þórs og KR í Domino’s deildinni í körfubolta. KR-ingar leiða 1-0 en með sigri Þórs á heimavelli í kvöld jafnast einvígið en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin.

Þórsarar voru flottir í fyrsta leiknum og með topp leik- og stuðning úr stúkunni í kvöld þá eiga þeir góðan möguleika gegn fimmföldum Íslandsmeisturunum.

Fjölmennum í stúkuna Ölfusingar og aðrir Sunnlendingar og hvetjum okkar menn til sigurs! Grilluðu borgararnir verða á sínum stað klukkutíma fyrir leik. Þá er einnig tilvalið að fá sér glænýjan stuðningsmannabol Þórs og/eða happdrættismiða þar sem heildarverðmæti vinninga er yfir 1 milljón króna.