Síðasti úr bænum læsir: Þór mætir KR í Vesturbænum í kvöld!

Í kvöld fer fram risaleikur í DHL höllinni í Vesturbæ Reykjavíkur þegar Þórsarar mæta í heimsókn til KR-inga í leik þrjú í undanúrslitarimmu liðanna í Domino’s deildinni í körfubolta.

Staðan í einvíginu er hnífjöfn, 1-1, eftir frábæran sigur Þórsara í Þorlákshöfn á þriðjudaginn.

Fjölmennum í DHL höllina og styðjum okkar menn en það hefur margsannað sig að stuðningurinn skiptir öllu máli.

Leikurinn hefst klukkan 20 en við mælum með því að fólk mæti tímanlega svo allir Þórsarar fái gott pláss í stúkunni.