KR komnir í 2-1: Sigur annað kvöld nauðsynlegur!

Stuðningsmenn Þórsara eru frábærir!

Þórsarar töpuðu gegn KR í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Domino’s deildarinnar í Vesturbænum í gærkvöldi. KR leiða því einvígið 2-1 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.

KR voru einfaldlega bara sterkari aðilinn í gærkvöldi. Heimamenn náðu níu stiga forystu í hálfleik og Þórsarar gerðu hvað þeir gátu í seinni hálfleik en náðu ekki saxa á forystu Íslandsmeistaranna.

Núna er nauðsynlegt að fylla Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn á morgun þegar liðin mætast í fjórða sinn. Með sigri Þórs annað kvöld ná þeir að jafna einvígið og verður þá oddaleikur í Vesturbænum á fimmtudaginn.

Leikurinn hefst klukkan 18:30 og er mjög gott að mæta tímanlega en hamborgararnir fara á grillið klukkan 17:30.