Digiqole ad

Ægir áfram í bikarnum

 Ægir áfram í bikarnum
Mynd: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægismenn eru komnir áfram í Mjólkurbikarnum í knattspyrnu eftir 0-2 sigur gegn Fenri á föstudaginn.

Emanuel Nikpalj kom Ægi yfir úr vítaspyrnu á 28. mínútu leiksins. Ásgrímur Þór Bjarnason bætti svo við marki á 39. mínútu og staðan vænleg fyrir Ægismenn.

Fleiri urðu mörkin ekki og sanngjarn sigur Ægismanna sem eru þar með komnir í 2. umferð bikarkeppninnar.