Tímabilið á enda hjá frábærum Þórsurum!

Þórsarar töpuðu gegn KR í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Domino’s deildarinnar í Þorlákshöfn í kvöld 93-108.

Þar með eru Þórsarar komnir í sumarfrí eftir frábæra frammistöðu í vetur með liði sem hinir ýmsu sérfræðingar höfðu fyrirfram ekki miklar mætur á.

Þórsarar enduðu í 3.-4. sæti deildarinnar en var spáð víða við fallsæti. Baldur Þór gerði frábæra hluti með liðið á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari.

Til hamingju með árangurinn Þórsarar! Nú er bara áfram gakk og halda áfram á sömu braut á næsta tímabili.