Digiqole ad

Ægir fær Þrótt R. í heimsókn í 32-liða úrslitum

 Ægir fær Þrótt R. í heimsókn í 32-liða úrslitum
Þorkell Þráinsson leikmaður Ægis. Mynd: Guðmundur Karl / sunnlenska.is

Ægismenn fær Þrótt Reykjavík í heimsókn í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla í fótbolta á þriðjudaginn og hefst leikurinn klukkan 18.00.

Þetta verður virkilega áhugaverður leikur en Þróttur leikur í næst efstu deild, Inkasso-deildinni, þar sem þeim er spáð toppbaráttu þetta sumarið um laust sæti í efstu deild.

Á meðan leika Ægismenn í 4. deild en liðið hefur unnið tvo flotta sigra í bikarnum og því komnir verðskuldað í 32-liða úrslitin þar sem þeirra bíður gríðarlega erfitt en á sama tíma spennandi verkefni.

Fjölmennum á fyrsta heimaleik sumarsins og styðjum okkar menn áfram.