Digiqole ad

Þrúður og Lilja með frumlegasta atriði söngkeppni FSu

 Þrúður og Lilja með frumlegasta atriði söngkeppni FSu
Þrúður Sóley og Lilja Rós sem unnu verðlaun fyrir frumlegasta atriði söngkeppni FSu. Ljósmynd: GPP

Þorlákshöfn átti hæfileikaríka fulltrúa á glæsilegri söngkeppni FSu sem fór fram í Iðu gærkvöldi, fimmtudag. Þær Lilja Rós Júlíusdóttir og Þrúður Sóley Guðnadóttir fluttu frumsamið lag eftir Lilju Rós, Another day og unnu sérstök verðlaun fyrir frumlegasta atriði söngkeppninnar. Ásamt þeim var hljómsveit kvöldsins meðal annars skipuð þeim Þresti Þorsteinssyni á trommum og Jakobi Unnari Sigurðssyni sem spilaði á bassa.

Sigurvegari kvöldsins var Íris Arna Elvarsdóttir frá Selfossi sem flutti lagið No Peace sem er þekkt í flutningi Sam Smith, í öðru sæti var Aron Birkir Guðmundsson frá Hellu og í þriðja sæti var Helga Sonja Matthíasdóttir.

Myndir frá kvöldinu, og þar á meðal af Þrúði Sóley og Lilju Rós má finna hér fyrir neðan en þær eru af vef dfs.is og ljósmyndari er Gunnar Páll Pálsson.

Hafnarfréttir óska Þrúði Sóley og Lilju Rós til hamingju með árangurinn, það verður sannarlega gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.