Aðalfundur Skógræktarfélagsins

Aðalfundur skógræktarfélags Þorlákshafnar og Ölfuss verður haldinn miðvikudaginn 20. nóvember nk. kl 20.00 í litla sal Ráðhúss Sveitarfélagsins Ölfuss.

Dagskrá:

  • Skýrsla stjórnar
  • Lagabreytingar
  • Kosningar
  • Önnur mál
  • Erindi: Aðalsteinn Sigurgeirsson. Engill í eigin tré, árangur skógræktar á Hafnarsandi í máli og myndum.

Allir velkomnir 😉 Hvet ykkur að koma og hlusta á áhugavert erindi
Kaffi og konfekt

Tillaga að breytingum á 7.gr laga Skógræktarfélagsins
Gildandi grein
7.gr
Aðalfundur kýs stjórn
félagisin til tveggja ára í senn. Í aðalstjór skal vera fimm manns og þrír til vara, annað árið er er kosnir 2 aðaðmenn og 2 til vara en hitt árið eru kosnir 3 aðalmenn og 1 til vara. Stjórnir skiptir með sér verkum. Aðalfundur kýs einnig 2 skoðunarmenn reikninga og einn til vara. Fyrir næsta aðalfund skal ákveða með hlutkesti hverjir tveir halda áfram,
þannig að ekki öllum stjórnarmönnum er skipt út í einu.

Breytingatillaga
7.gr
Aðalfundur kýs stjórn félagsins til tveggja ára í senn. Í aðalstjórn skal kjósa þrjá og tvo til vara. Annað árið eru kosnir 2 aðalmenn og 1 til vara en hitt árið eru kosinn einn í aðalstjórn og einn til vara. Stjórnin skiptir með sér verkum. Aðalfundur kýs einnig 2 skoðunarmenn reikninga og einn til vara.