Landsliðsþjálfari U15 hefur valið Auði Helgu Halldórsdóttur, leikmann á yngra ári í 3. flokki Ægis, til að taka þá í úrtaksæfingum KSÍ. Alls voru 27 stúlkur valdar í hópinn og munu æfingar fara fram 9.-11. desember.
Auður Helga hefur staðið sig mjög vel undanfarin misseri en hún var valin leikmaður ársins hjá Ægi á sl. tímabili.
Á facebook síðu Ægis kemur fram að hún „býr yfir gríðarlegum hraða og tækni og hefur verið iðin við markaskorun. Hún hefur óbilandi áhuga á fótbolta og er sífellt að bæta sig enda dugleg við æfingar.“
Við hjá Hafnarfréttum óskum henni góðs gengis á úrtaksæfingu KSÍ.