Val á Íþróttamanni Ölfuss fór fram í dag í Ráðhúsi Ölfuss og hreppti körfuknattleiksmaðurinn Halldór Garðar Hermannsson titilinn í ár.
Halldór er reynslumikill leikmaður þrátt fyrir ungan aldur en hann hefur verið í öllum yngri landsliðum KKÍ og leikið á Norðurlandamótum og Evrópumótum. Á seinasta ári voru mikil tímamót og heiður þegar hann var valinn í A-landslið Íslands sem keppti á Smáþjóðaleikunum síðast liðið vor.
Halldór er lykilleikmaður í meistaraflokki Þórs og seinasta haust var hann að meðaltali verið með 15.1 stig, 11,6 framlagspunkta og 5,2 stoðsendingar. Í uppgjöri dominoskvölds fyrir fyrri hluta núverandi móts var Halldór valinn í úrvalslið deildarinnar.
Halldór átti virkilega gott íþróttaár og óska Hafnarfréttir Halldóri Garðari til hamingju með titilinn.