„Endalaust gaman að vera barn í Þorlákshöfn“

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir er Ölfusingur vikunnar en hún fagnaði 60 ára afmælisdegi sínum núna 14. apríl. Halldóra Sigríður, eða Dóra Sigga eins og hún er oft kölluð, er formaður stéttafélagsins Bárunnar og svo átti hún verslunina Kerlingakot sem var og hét og margir muna eftir.

Fullt nafn:
Halldóra Sigríður Sveinsdóttir

Aldur:
60 ára

Fjölskylduhagir:
Gift Herði Jónssyni húsasmiði

Starf:
Formaður Bárunnar, stéttarfélags

Hvað ertu búin að búa í Ölfusi í langan tíma?
Alltaf búið í Þorlákshöfn utan nokkurra ára veru í Reykjavík.

Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Heilsteikt villt önd.

Áttu þér uppáhalds bók, hver er hún?
Kjarasamningar.

Hvaða kvikmynd getur þú horft á aftur og aftur?
Bridget Jones.

Hvað hlustar þú mest á?
 Íslenska tónlist.

Hver er þinn uppáhaldsstaður í Ölfusi?
Selvogurinn

Hvernig hressir þú þig við þegar þess þarf?
Að fara út að ganga hér í nærumhverfinu

Hver er þín helsta fyrirmynd?
Ömmur mínar Halldóra og Sigríður. Svo er Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra í miklu uppáhaldi hjá mér.

Hvaða fær þig til að dansa?
Barnabörnin

Hefur þú grátið af gleði? Ef svo, hvað aðstæður kölluðu fram gleðitárin?
Ég græt af gleði yfir litlum og fallegum andartökum í mínu lífi með mínum nánustu þegar ég sé einfaldleikann í hlutunum.

Hvað elskar þú við Ölfus?
Fyrir utan að búa í hamingjubænum þá er allt sem maður þarf hér við bæjardyrnar. Sjór, sandur, dýralíf og orka.

Hvað myndir þú vilja sjá í Ölfusi sem ekki er hér nú þegar?
Ungbarnaleikskóla og þjónustu fyrir eldra fólkið okkar sem vill vera sem lengst í heimabyggð, hjúkrunarrými. Við sem vorum í stjórn Hafnar Hollvinafélags vorum komin með útfærða hugmynd að hjúkrunarrýmum og  fengum fjármagn til þess að vinna þessari hugmynd farveg, en það hefur ekki skilað sér hingað til okkar í Þorlákshöfn.

Hver er uppáhalds æskuminningin þín?
Þær eru margar, en almennt var endalaust gaman að vera barn í Þorlákshöfn.

Hvert dreymir þig um að fara?
 Á hálendi Íslands og Kúbu.

Áttu þér uppáhalds mottó, eða einhver orð sem þú hefur í huga dags daglega?
Maður er hálfa ævina að gefa út yfirlýsingar og hinn helminginn að éta þær ofan í sig aftur.

Hvað er framundan hjá þér?
Klára kjarasamninga og eiga skemmtilegt sumar í íslenskri náttúru

Eitthvað að lokum?
Lífið býr í einfaldleikanum og því sem næst okkur er.