Þorlákshafnarbúar styðja við bakið á Þórsurum

Skemmtilegur leikur stendur núna yfir á Facebook þar sem íbúar Þorlákshafnar og aðrir stuðningsmenn Þórs í körfubolta eru að styðja liðið fjárhagslega á þessum erfiðu COVID tímum.

Leikurinn gengur út á að hver og einn setur inn staðlaða stöðuppfærslu á Facebook. Fyrir hvert „Like“ sem færslan fær þá styrkir viðkomandi liðið um 25 krónur og 50 krónur fyrir hverja athugasemd sem færslan fær.

Gífurlegur fjöldi íbúa er að taka þátt í þessum skemmtilega leik eftir stutta athugun Hafnarfrétta enda frábært framtak.

Hér að neðan eru reikningsupplýsingar fyrir þá sem vilja styrkja meistaraflokk Þórs:
Reikningsnúmer: 0150-26-11180 / Kennitala: 4701770399