Emil og Ragnar skrifa undir – „Allir okkar heimastrákar eru tilbúnir“

Emil Karel Einarsson og Ragnar Örn Bragason hafa framlengt samningum sínum við körfuknattleiksdeild Þórs og munu leika með liðinu í Dominos deildinni á næstu leiktíð. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs.

Þar segir að báðir séu þeir spenntir fyrir komandi tímabili með nýjum þjálfara, Lárusi Jónssyni.

„Það er alltaf gott að hafa heimamennina klára til leiks en allir okkar heimastrákar eru tilbúnir og mögulega eru gamlir leikmenn að taka fram skóna,“ segir í fréttatilkynningu Þórsara.