Callum Lawson til liðs við Þór

Þórsarar hafa samið við Callum Lawson um að leika með meistaraflokki Þórs á næstu leiktíð í Dominos deildinni í körfubolta.

Lawson er breskur og lék með Umeå í Svíþjóð fyrir áramót 2019 og núna síðast með Keflavík frá áramótum í Dominos deildinni.

Lawson lék með Arizona Christian í NAIA háskóladeildinni þar sem að hann var talinn einn af betri mönnum liðsins. Lawson á að baki leiki með U20 ára landsliði Breta.