Þórsarar semja við Jahii Carson

Þórsarar hafa samið við bandaríska leikstjórnandann Jahii Carson um að leika með meistaraflokki Þórs á næstu leiktíð í Dominos deildinni í körfubolta.

Eftir tvö góð ár í Arizona State háskólanum reyndi Jahii Carson fyrir sér í NBA draftinu árið 2014 en hafði ekki erindi sem erfiði. Eftir það hefur Jahii spilað sem atvinnumaður í Evrópu, Kanada og Ástralíu.

„Við bindum vonir við að hann komi sem leiðtogi inn í liðið sem gerir aðra leikmenn í kringum sig betri og hjálpi okkur að spila skemmtilegan og árangursríkan körfubolta,“ segir Lárus Jónsson þjálfari Þórs um Jahii Carsson.