„Ölfusingar loðnir og allskonar á litinn eftir 7 vikna lokun Kompunnar“

Helga Halldórsdóttir er Ölfusingur vikunnar, en hún ásamt Svanlaugu Ósk reka Kompuna klippistofu. Það má segja að þar hafi verið margt um manninn í þessari viku þegar starfsemin hófst að nýju eftir vinnustöðvun vegna COVID aðgerða. „Það voru allir ofsalega glaðir að komast í stólinn og dagarnir eru þéttbókaðir næstu vikurnar“ sagði Helga þegar ég spurði hana út í stemninguna fyrstu dagana eftir opnun.

Fullt nafn:
Helga Halldórsdóttir

Aldur:
46 ára

Fjölskylduhagir:
Gift Ágústi Jens Ingimarssyni og eigum við Halldór Rafn 24 ára Ingimar Rafn 24 ára og Matthías Rafn 19 ára.

Starf:
Hársnyrtimeistari og annar eigandi Kompunnar klippistofu

Hvað ertu búin að búa í Ölfusi í langan tíma?
45 ár

Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Saltkjöt og baunir eru mitt uppáhalds ásamt þurrgæsinni hennar mömmu.

Áttu þér uppáhalds bók, hver er hún?
 Ég les mikið en á svo sem enga uppáhalds bók en bókin Heiðra skal ég dætur mínar hefur setið fast í mér síðan ég las hana.

Hvaða kvikmynd getur þú horft á aftur og aftur?
Sound of music get ég horft endalaust á en drengirnir á heimilinu hata hana.

Hvað hlustar þú mest á?
Mest hlusta ég á playlistann hjá ræktarfélaganum mínum sem getur verið all skrautlegur að mínu mati.

Hver er þinn uppáhaldsstaður í Ölfusi?
Ætli það sé ekki dásamlega skötubótin okkar í augnablikinu sem hefur bjargað andlegu heilsu minni í 7 vikna vinnustöðvuninni sem var að ljúka.

Hvernig hressir þú þig við þegar þess þarf?
Hitti góða vini.

Hver er þín helsta fyrirmynd?
Á enga eina fyrirmynd en margir hafa eiginleika sem ég tek mér til fyrirmyndar eins og pabbi, mamma ,amma, afi, Ágúst og æskuvinkonur mínar.

Hvaða lag fær þig til að dansa?
Ja…t.d Should I stay or should I go með Clash

Hefur þú grátið af gleði? Ef svo, hvað aðstæður kölluðu fram gleðitárin?
Já oft og mörgum sinnum. Fæðingu strákanna minna og allir litlir og stórir sigrar hjá þeim koma tárkitrlunum í gang hjá mér.

Hvað elskar þú við Ölfus?
Víðáttuna, hafið, bjargið, fjöruna, fólkið og náungakærleikann.

Hvað myndir þú vilja sjá í Ölfusi sem ekki er hér nú þegar?
Elli- og hjúkrunarheimili væri ég til í að sjá.

Hver er uppáhalds æskuminningin þín?
Mínar uppáhalds æskuminningar tengjast allar sveitinni minni norður í Aðaldal þar sem ég hef eytt miklum tíma.

Hvert dreymir þig um að fara?
Graceland fyrir fimmtugt.

Áttu þér uppáhalds mottó, eða einhver orð sem þú hefur í huga dags daglega?
Lífið er núna og þú skalt njóta þess

Hvað er framundan hjá þér?
Framundan er mikil vinna við að skerða hár ölfusinga sem eru orðnir mikið loðnir og allskonar á litinn eftir 7 vikna lokun Kompunnar, útskrifa yngsta molann við skrítnar aðstæður og svo bara að njóta sumarsins.