Digiqole ad

Gestagangur í Þorlákskirkju í sumar

 Gestagangur í Þorlákskirkju í sumar

Nú þegar ófremdarástandinu sem ríkt hefur í þjóðfélaginu síðustu vikur er að létta er hægt að halda tónleika á ný. Tónlistarmaðurinn og Þorlákshafnarbúinn Tómas Jónsson ætlar að gera sig heimankominn í Þorlákskirkju frá og með næsta sunnudegi, 24. maí, og taka á móti 5 stórkostlegum söngvurum á jafnmörgum sunnudögum fram að Jónsmessu. Núna á sunnudaginn er það enginn annar en Sigurður Guðmundsson sem stígur á stokk.

Þau sem koma fram ásamt Tómasi eru
24. maí – Sigurður Guðmundsson
31. maí – Valdimar Guðmundsson
7. júní – Sigríður Thorlacius
14. júní – Magga Stína
21. júní – Salka Sól

Aðspurður um tilurð tónleikanna segir Tómas það vera löngu kominn tími til að sletta aðeins úr klaufunum, innan skynsamlegra marka auðvitað, og að honum klæji orðið í fingurna að spila svolítið fyrir annað fólk.

Inn á viðburðinum á facebook segir að vegna fjöldatakmarkanna er vissara að panta miða á gestagangur2020@gmail.com en hægt er að greiða með snertilausum posagreiðslum við hurð og nóg pláss í kirkjunni. Það er að sjálfsögðu líka hægt að koma án þess að panta, sérstaklega þegar fjöldatakmarkanir eru komnar í 200. Allir tónleikar hefjast kl. 16, fyrir utan tónleika Sigríðar sem hefjast kl. 20. Miðaverð er 3500 kr.

Hér má heyra og sjá þessa sannkölluðu stórsöngvara sem heimsækja Þorlákskirkju alla sunnudaga fram að Jónsmessu.

Sigurður Guðmundsson – sunnudaginn 24. maí kl. 16

Valdimar Guðmundsson – sunnudaginn 31. maí kl. 16

Sigríður Thorlacius – sunnudaginn 7. júní kl. 20

Magga Stína – sunnudaginn 14. júní kl. 16

Salka Sól – sunnudaginn 21. júní kl. 16