„Gleði annarra, er gleðin mín“

Hannes Sigurðsson, útvegsbóndi sem býr á Hrauni í Ölfusi varð 70 ára nú á dögunum. Því var það tilvalið að tilnefna hann sem Ölfusing vikunnar enda vel að þeirri nafnbót kominn. Hann og kona hans, Þórhildur Ólafsdóttir hafa í gegnum árin haft mikil áhrif á uppbyggingu þess góða samfélags sem hér er og eiga þau allan heiður skilinn fyrir það.
Við óskum Hannesi innilega til hamingju með stórafmælið.

Fullt nafn:
Hannes Sigurðsson

Aldur:
70 ára

Fjölskylduhagir:
Giftur Þórhildi Ólafsdóttur, eigum 2 börn og 3 barnabörn

Starf:
Sjálfstætt starfandi

Hvað ertu búin að búa í Ölfusi í langan tíma?
Hálfa öld.

Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Saltfiskur með rófum, kartöflum og hangifloti. Og ekki skemmir að hafa rúgbrauðssneið með smjöri og mjólkurglas með.

Áttu þér uppáhalds bók, hver er hún?
Kristnihald undir jökli.

Hvaða kvikmynd getur þú horft á aftur og aftur?
Byssurnar frá Navaron.

Hvað hlustar þú mest á?
60tís

Hver er þinn uppáhaldsstaður í Ölfusi?
Ósar Ölfusár.

Hvernig hressir þú þig við þegar þess þarf?
Fer í góðan göngutúr.

Hver er þín helsta fyrirmynd?
Móðirin, sem alltaf er til reiðu.

Hvaða lag fær þig til að dansa?
Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig.

Hefur þú grátið af gleði? Ef svo, hvað aðstæður kölluðu fram gleðitárin?
Gleði annarra, er gleðin mín.

Hvað elskar þú við Ölfus?
Víðáttuna.

Hvað myndir þú vilja sjá í Ölfusi sem ekki er hér nú þegar?
Alvöru bakarí með bakara.

Hver er uppáhalds æskuminningin þín?
Heyskapur í rífandi þurrki.

Hvert dreymir þig um að fara?
Að fara, er að vera.

Áttu þér uppáhalds mottó, eða einhver orð sem þú hefur í huga dags daglega?
Vinnan er móðir alls.

Hvað er framundan hjá þér?
Það sem liðið er.

Eitthvað að lokum?
Bestu kveðjur.