Herdís til sýnis í Þorlákshöfn

Eins og við höfum áður sagt frá þá gekk höfnin frá kaupum á dráttarbátnum Jötni sl. miðvikudag og var bátnum siglt til nýrrar heimahafnar sama dag.

Í tilefni af komu nýja dráttarbátsins verður hann til sýnis fyrir almenning við Svartaskersbryggju föstudaginn 26.júní frá kl.14-17.  Bátnum verður við þetta tilefni formlega gefið nafn og mun sóknarprestur sveitarfélagsins Sr.Sigríður Munda Jónsdóttir blessa skipið.