Hljómlistarfélag Ölfuss heldur sinn fyrsta viðburð

Fyrr í vetur var Hljómlistarfélag Ölfuss stofnað með það að markmiði að styðja við og efla tónlistarlífið í Ölfusi. Í kvöld heldur félagið í samstarfi við bæjarhátíðina Hamingjuna við hafið sinn fyrsta viðburð þar sem tónleikar verða haldnir í ýmsum görðum í Þorlákshöfn. Allir sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína í þágu félagsins en tekið er á móti frjálsum framlögum sem Hljómlistarfélag Ölfuss mun svo nota til að styðja við tónlistarlífið í Ölfusi.

Kvöldið hefst í Skrúðgarðinum þar sem von er á sjö matarvögnum frá RVK Street Food sem byrja að framreiða ýmislegt góðgæti kl. 17, um leið og hljómsveitin Moskvít stígur á svið. Síðar um kvöldið getur fólk svo gengið á milli garða og notið þess að hlusta á hæfieikaríka Þorlákshafnarbúa koma fram og á sumum stöðum er sérstaklega gert ráð fyrir að gestir taki undir og syngi með, sem er alltaf skemmtilegt. Dagskráin er sem hér segir:

Hafnarberg 10, heima hjá Önnu Margréti og Benna.
Kl. 19.30 – Emilía Hugrún ásamt félögum úr Hljómlistarfélagi Ölfuss.

Reykjabraut 19, heima hjá Ágústu og Þórarni.
Kl. 20.00 – Arna Dögg ásamt félögum úr Hljómlistarfélagi Ölfuss.

Heinaberg 8, heima hjá Árna og Signý.
Kl. 20.30 – Anna Magga ásamt félögum úr Hljómlistarfélagi Ölfuss.

Eyjahraun 11, heima hjá Jóhönnu og Ragga
Kl. 21.00 – Söngfélagsútilegusöngur.
Félagar í Söngfélagi Þorlákshafnar leiða söng og gestir í garðinum taka undir, sönghefti á staðnum. Um undirleik sjá Hermann, Jóhannes, Gestur og ef til vill fleiri.

Skálholtsbraut 11, heima hjá Guðlaugu og Róberti.
Kl. 22.00 – Róbert Dan og félagar verða með Þjóðhátíðar stemningu þar sem reiknað er með að viðstaddir taki vel undir.

Dagskrá Hamingjunnar við hafið er hægt að sjá facebook, inn á heimasíðu sveitafélagsins og á hamingjanvidhafid.is