Digiqole ad

Ægir og Tindastóll skildu jöfn

 Ægir og Tindastóll skildu jöfn

Ægismenn gerðu 1-1 jafntefli á Þorlákshafnarvelli í gær þegar þeir fengu Tindastól í heimsókn í 3. deildinni í fótbolta.

Ægismenn komust yfir á 34. mínútu þegar Viktor Marel Kjærnested skoraði. Þannig var staðan allt þar til á 65. mínútu þegar gestirnir jöfnuðu leikinn. Fleiri mörk voru ekki skoruð og því 1-1 jafntefli niðurstaðan.

Eftir leikinn sitja Ægismenn í 8. sæti en liðið byrjaði mótið af miklum krafti með tveimur sigrum en hafa síðan tapað þremur og gert eitt jafntefli. Næsti leikur Ægismanna er útileikur gegn KV í Vesturbænum 23. júlí.