Fyrsti leikur tímabilsins hjá Þórsurum

Þórsarar hefja leik í kvöld í Domino’s deildinni í körfubolta þegar þeir fá Hauka í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og núna er hægt að kaupa miða á leiki Þórs í appinu Stubbur en einnig verður hægt að fá miða í hurð.