Þorláksvelli lokað vegna aðstæðna

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og tilmæla frá almannavörnum hefur verið ákveðið að loka Þorláksvelli fyrir öllum kylfingum frá og með laugardeginum 10. október 2020.

„Þeir kylfingar sem eiga bókaða rástíma í dag, föstudag, geta nýtt sér þá rástíma en lokað verður fyrir bókanir eftir daginn í dag. Einnig munu allir þeir kylfingar sem áttu rástíma um helgina fá skilaboð um að þeirra rástímar falli niður.“ Segir í tilkynningu frá Golfklúbbi Þorlákshafnar.

Golfkúbburinn vonar að kylfingar sýni þessu skilning á meðan þetta ástand varir og vonar að hægt verði að opna völlinn aftur fyrir kylfinga sem fyrst.