„Ef þetta heldur svona áfram neyðumst við til að loka svæðinu“

Borið hefur á því undanfarið að fólk sé að henda timbri, járni og plasti á jarðvegstippinn við gamla Þorlákshafnarveg en jarðvegstippurinn er eingöngu ætlaður undir lóðaúrgang.

Á heimasíðu Ölfuss biður sveitarfélagið íbúa um að ganga vel um jarðvegstippinn.

„Það á ekki að setja þarna timbur, járn eða plast. Það á að fara með það á gámasvæðið við Hafnarskeið. Við viljum vinsamlegast biðja þann aðila sem „gleymdi“ þessu rusli þarna að koma og sækja það,“ segir á heimasíðu Ölfuss.

Þeir sem hafa upplýsingar um eiganda/ur þessa sorps eru vinsamlega beðnir um að senda póst á david@olfus.is

„Ef þetta heldur svona áfram neyðumst við til að loka svæðinu.“